GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA

Slóðavinir eru félagsskapur um jákvæða notkun mótorhjóla.

Við komum fram við annað útivistarfólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

VIÐ FÖRUM EFTIR REGLUM

Samnýting vegslóða

Vélknúin ökutæki víkja fyrir fjallahjólum, hlaupurum, göngu- og hestafólki.

Reiðhjólafólk víkur fyrir hlaupurum, göngufólki og hestafólki.

Hlauparar og göngufólk víkur fyrir hestum.

Komum fram við annað útivistarfólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
ÖRYGGIÐ SKIPTIR ÖLLU

Slóðavinir setja öryggið ofar öllu

Við setjum öryggið ofar öllu og keppumst við að koma alltaf heil heim.

Við förum vel yfir hjól og búnað fyrir allar ferðir.

Við notum viðurkenndan öryggisbúnað.

Fararstjóri leggur línurnar fyrir hverja ferð.

Stundum er skipt í hópa eftir getu og hraða.

Slóðavinir hjóla ekki hraðar en hægasti maður og í hverjum hóp eru einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Við sýnum fordæmi í okkar ferðamennsku og virðum náttúru landsins.

SAMSTARFSAÐILAR SLÓÐAVINA

Myndir úr félagsstarfinu